Litla Fasteignasalan s: 482-9900 kynnir - Rúmgott einbýlishús með -
aukaíbúð í bílskúr - vel staðsett miðsvæðis á Selfossi.
Stutt er að sækja í nýja miðbæinn, skóla og aðra þjónustu.
Húsið er skráð 142,6 m
2 og bílskúr 52,2 m
2. Samtals 194,8 m
2Lýsing eignar:Forstofa með harðparketi
Stofa og borðstofa eru samliggjandi með uppteknu lofti, nýtt harðparket á gólfi, opið er inn í eldhús
Eldhús með náttúrstein á gólfi, eldhúsinnrétting endurnýjuð að hluta, nýtt helluborð og bakaraofn, úr eldhúsi er útgengt á rúmgóðann pall
Svefnherbergisgangur
4 svefnherbergi öll með harðparketi á gólfi tvö mjög rúmgóð, fataskápur í einu
Baðherbergi er með baðkari, sturtu, innréttingu með tvöföldum vaski, upphengdu salerni og er náttúrsteinn á gólfi og í sturtu.
Bílskúr er með aukaíbúð, stofa er rúmgóð með nýju teppi á gólfi, svefnherbergi með fataskáp og parketi á gólfi,
baðherbergi með flísalagðri sturtu, lítilli handlaug, salerni og handklæðaofni. Lítil eldhúsinnrétting á flísalögðum gangi og þvottarhús í sér rými.
Lítið mál er opna aftur á milli hússins og íbúðar
2024 - Nýtt harðparket sett á gólf í húsinu
2023-24 - Eldhúsinnrétting endurnýjuð að hluta, helluborð og bakaraofn
2023-24 - Bílskúrshurð tekin og vegg lokað, nýr gluggi settur í
2019-20 - Bílskúrinn var endurnýjaður einangraður og klæddur að innan og utan, nýtt rafmagn og ofnar. Þvottarhús og fimmta herbergið ásamt sér baðherbergi bætt við
2019-20 - Nýtt kaldavatnsinntak var tekið inn við framkvæmdirnar.
Gler í húsinu endurnýjað fyrir c.a. 7 árum
Skipt var um járn á þaki árið 2005
Húsið er við enda botnlanga með grónum garði og er pallur er fyrir aftan húsið
Stór malarborin innkeyrsla
Eign sem býður upp á möguleika á útleigu
Afhending er við kaupsamning -- Sjón er sögu ríkari
Nánari upplýsingar veitirSigþrúður J. Tómasdóttir
sími 892-0099 [email protected]Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila
Fyrstu kaup - 0,4% af heildarfasteignamati
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Litla Fasteignasalan benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.