Litla Fasteignasalan s: 482-9900 kynnirNotalegt 71,3 m
2 hús byggt 2019 á 1,1 hektara eignarlóð í Tjarnabyggð
með fallegri lítilli tjörn á landinu
Stutt inn á Selfoss að sækja alla helsta þjónustu
Lýsing eignar:Gengið inn í forstofu
Eldhús og stofa í sameiginlegu rými, rúmgóð eldhúsinnrétting
Tvö svefnherbergi
Baðherbergi með sturtuklefa, handlaug, salerni og tengi fyrir þvottarvél
Parket er á öllum gólfum
Húsið er kynnt með hitaveita og ljósleiðari er í húsinu
Tvö smáhýsi eru á lóðinni og er hún skráð 11.071 m
2Tjarnabyggð er skv. deiliskipulagi Búgarðabyggð. Góður kostur fyrir fólk sem vill búa í sveitinni og nýta sér alla þjónustu eins og þéttbýlið hefur upp á að bjóða.
Árborg og viðkomandi veitur sjá um allan rekstur svæðisins eins og snjómokstur, sorphirðu, skólaakstur, tæmingu rotþróa, heitt og kalt vatn.
Nánar um Tjarnabyggð:Heimilt er að byggja allt að 1.500 fm húsnæði á jörðinni og þar af íbúðarhúsnæði allt að 1.000 fm. Samtals byggingarmagn útihúsa og íbúðarhúss skal þó ekki vera stærra en 1.500 fm samtals.
Svæðið er skipt upp í klasa og eru 5-6 lóðir í hverjum klasa. Á milli klasa eru reið- og göngustígar.
Á svæðinu er heimiluð ýmis atvinnustarfsemi tengd landbúnaði í samræmi við aðalskipulag Árborgar.
Kjörið svæði til að byggja upp sinn sælureit í sveitinni en með alla helstu þjónustu innan seilingar.
Nánari upplýsingar veitirSigþrúður J. Tómasdóttir
sími 892-0099 [email protected]Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila
Fyrstu kaup - 0,4% af heildarfasteignamati
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Litla Fasteignasalan benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.